Við trúum á gæði, lægri álagningu og lægri afslátt. Ef að það er hægt að auglýsa reglulega háa afslætti þá er álagningin of há, ef að verðið er ekki sambærilegt og að panta á netinu að utan þá er álagningin of há.

Við vildum prófa hvort að þessi hugsjón gæti gengið og ákváðum að byrja á kynlífsvörum, markaður sem að við sáum strax að væri með mjög háa álagningu. Til þess að einfalda viðskiptavinum val á vörum og verðsamanburð var ákveðið að bjóða fáar en vinsælar vörur. Þannig myndu okkar viðskiptavinir geta á einfaldan máta borið saman verð hjá íslenskum og erlendum söluaðilum ásamt því að fá (vonandi) minni valkvíða. Einnig vildum við ekki að neinn auka kostnaður komi upp í kaupferlinu og því er enginn sendingarkostnaður innanlands.

Verslanir auglýsa háa afslætti og við sem neytendur hlaupum til og kaupum. Hermosa mun ekki hafa þann möguleika að auglýsa háa afslætti þar sem að verðin eru alltaf á „útsölu“ miðað við aðrar íslenskar verslanir. Þetta er okkar helsta áskorun í dag, að sannfæra fólk um að afslættir þýði ekki alltaf lægri verð. Er hægt að hafa alltaf lága álagningu eða verðum við alltaf kaupglöðust þegar við sjáum „40% afsláttur“ auglýsingu? Það verður að koma í ljós, en fyrstu viðbrögð lofa góðu.

Hermosa, vinsælar vörur á betra verði.