Tíðabikarar

eftir Kristín Björg Hrólfsdóttir á February 14, 2021

Tíðabikarar

Tíðabikarar eru algjör snilld, ég hafði oft heyrt talað um þá áður en ég prufaði þá en aldrei pælt neitt sérstaklega í þeim. Það voru stór mistök að prufa þá ekki fyrr. Ég hef ekki tölu á hversu oft ég þurfti að skreppa í búðina af því að ég var að byrja á túr og átti ekki tappa eða dömubindi. Ég hef líka oft pælt í því hversu óumhverfisvænt það er að nota túrtappa og dömubindi endalaust. Tíðabikararnir eru lausn við þessu vandamáli.

Hermosa.is er með bæði Satisfyer og Fun Factory tíðabikara til sölu sem hafa verið mjög vinsælir hjá okkur, hér má sjá þá 

Tíðabikarar eru náttúrulegur staðgenglar í stað túrtappa og/eða dömubinda. Tíðabikarar eru þægilegir, hagkvæmir og umhverfisvænir. Tíðabikararnir okkar eru gerðir úr mjúku silíkoni sem einnig er notað í lækningatæki. Bikarinn viðheldur náttúrulegri flóru líkamans vegna þess að hann tekur einungis við vökva en drekkur hann ekki í sig. Þetta kemur í veg fyrir ertingu og þurrk og tryggir náttúrulegt PH jafnvægi.  

Það tók mig samt smá tíma að venjast því að nota tíðabikarana. Fyrstu dagana fann ég alltaf einhvern veginn fyrir þeim og var að vesenast með að taka þá út og setja inn. En eftir nokkur skipti var þetta orðið hið minnsta mál og ég finn ekki fyrir þeim. Ég hef bikarinn allan daginn og þarf ekkert að hafa áhyggjur að því að skipta um eða að það sé farið að leka. Ég hef líka notað bikarinn í sundi og á æfingum og finnst þeir mjög þægilegir í notkun meðan ég hreyfi mig.

Það eru til nokkrar leiðir til þess að setja bikarinn upp en ég ætla segja ykkur hvernig mér finnst best að nota hann.

  1. Mér finnst best að brjóta bikarinn saman í einskonar c form til þess að koma honum upp eins og sjá má á myndunum hér fyrir neðan. Mér finnst best að sitja á klósettinu eða vera í hnébeygjustöðu á meðan ég set hann upp. Til eru aðrar leiðir til að brjóta hann saman og koma honum fyrir sem hægt er að finna á netinu en þessi aðferð finnst mér best. Bikarinn á að sitja neðarlega í leggöngunum mun neðar en túrtappar. Tíðabikarinn opnast uppí leggöngunum og myndar þannig "skál" sem kemur í veg fyrir að tíðarblóðið fari framhjá. Það gæti tekið nokkrar tilraunir að finna réttan stað fyrir bikarinn.
  2. Þegar hann er komin upp þarf að passa sig vel á því að bikarinn opnist alveg svo það leki ekki á milli
  3. Til að taka bikarinn út finnst mér gott að vera í sömu stöðu og þegar ég set hann inn. Best er að grípa í endann á honum og toga út. Það tekur smá tíma að finna bestu leiðinna til þess að ná honum út. Hægt er að þrýsta honum niður með því að kreppa magavöðvana.
  4. Hægt er svo að hella úr honum í klósettið eða vaskinn og skola hann með volgu vatni. Ef þú ert með ilmefnalausa sápu er hægt að nota hana líka.
  5. Ekki er mælt með því að hafa bikarinn lengur en í 12 tíma án þess að tæma og skola hann. Ég tæmi hann 2-3 sinnum á dag.
  6. Þegar þú ert svo búin á túr er ráðlagt að sjóða vatn og setja bikarinn út í, þurrka hann og geyma í geymslupokanum sem fylgir honum.

 

Tíðabikararnir koma í yfirleitt í tveim stærðum, stærð A fyrir konur sem hafa ekki fætt barn eða fætt barn með keisaraskurði og stærð B fyrir konur sem hafa fætt barn um leggöng.

×
Welcome Newcomer