Afhverju jóladagatal?

eftir Kristín Björg Hrólfsdóttir á September 13, 2020

Jóladagatal Hermosa er fyrir fullorðna fólkið, börnin opna dagatölin sín oftast um morgnanna en foreldrarnir þegar börnin eru farin að sofa. Dagatölin eru hugsuð fyrir gagnkynja pör. Dagatölin innihalda unaðstæki fyrir hana, hann og pör. En dagatalið gæti einnig verið fyrir tvær konur þar sem aðeins eru 3 vörur af 24 sem eru ætlaðar körlum. Dagatölin innihalda allt frá titrurum og sogtækjum til nuddolíu og leður svipu.
Algengt er að fólk kaupi dagatalið sem gjöf fyrir makan sinn. Dagatalið getur verið frábær leið til þess að krydda aðeins upp á skammdegið. Jólin einkennast oft á tíðum á hraða og stressi og því er gott að missa ekki sjónar á því hverju við erum að fagna. Því er gott er að taka pásu frá amstri dagsins og skapa minningar með makanum.
Eins og við vitum öll er oft á tíðum mikið að gera í desember mánuðinum og hugsanlega ekki tími til þess að opna dagatalið á hverjum degi, þá er alveg hægt að opna tvo glugga í einu eitt kvöldið eða jafnvel láta dagatalið endast aðeins lengur inn í Janúar því mörgum finnst sá tími ársins erfiður. En dagatalið mun klárlega lýsa skammdegið upp fyrir ykkur og jafnvel gera sambandið nánara og sterkara. í ár erum við með í forsölu ein flottustu og veglegustu dagatöl sem við höfum séð og koma þau í tveimur útgáfum, Premium annars vegar og Classic hins vegar. Það sem að gerir bæði dagatölin frábrugðin mörgum öðrum er að þau innihalda ekki eingöngu vörur frá einum framleiðendaþ Hér má sjá en betri upplýsingar um dagatölin sem við bjóðum upp á. Ef þú ferð alla leið niður er hægt að sjá innihald dagatalanna. En ef þú villt láta það koma á óvart skaltu sleppa því að fara alla leið niður.
 
 
×
Welcome Newcomer