Almennt 

Abnormal Ventures ehf., rekstraraðili Hermosa, áskilur sér rétt til að hætta við pantanir, t.d. vegna rangra verðupplýsinga eða hætta að bjóða upp á vörutegundir fyrirvaralaust. Áskilinn er réttur til að staðfesta pantanir símleiðis. 

 

Afhending vöru  

Pantanir sem berast fyrir kl 13:00 á virkum dögum eru sendar út samdægurs, annars gildir að pantanir eru sendar næsta virka dag eftir að pöntun berst. Sé varan ekki til á lager munum við hafa samband og tilkynna um áætlaðan afhendingartíma hennar.

 

Allar vörusendingar eru tryggðar fram að þeim tímapunkti að kaupandi tekur á móti vöru og ber kaupanda að tilkynna seljanda á netfangið info@hermosa.is ef pöntun skilar sér ekki eða hefur orðið fyrir skemmdum á leiðinni, svo hægt sé að bregðast við í samræmi.


Allar pantanir eru sendar með Póstinum eða Dropp.
Vörur afhendast innpakkaðar í ómerktum umbúðum.

 

Vöruverð og sendingakostnaður  

Öll verð í vefverslun innihalda 24% vsk og önnur vörugjöld.

Velji viðskiptavinur sendingu heim að dyrum greiðir hann sérstklega fyrir það, en sendingar á Dropp staði eru fríar sé verslað fyrir yfir 14.000 kr. (sé sá afhendingarmáti valinn við kaup á vörum).
Við sendum einnig vörur með Íslandspósti eða Dropp beint heim að dyrum eða á næsta pósthús/afhendingarstað Flytjanda. Ef að enginn er heima þegar að um heimsendingu er að ræða skilur pósturinn eftir miða í bréfalúgu viðkomandi um að pakki bíði á næsta pósthúsi.

 

Að skipta og skila vöru  

Kaupandi hefur rétt til að skila vöru innan 14 daga frá því að kaupandi eða annar einstaklingur sem kaupandi hefur tilgreint (annar en flutningsaðilinn) hefur fengið vöruna í sína vörslu.

Til að nýta rétt þinn til að skila vörunni/vörunum sem þú keyptir þarft þú að tilkynna okkur

Abnormal Ventures ehf (Hermosa)
Sílatjörn 15, 800 Selfossi
info@hermosa.is

ákvörðun þína um að falla frá kaupunum með ótvíræðri yfirlýsingu (t.d. með tölvupósti) áður en fresturinn rennur út. Einnig má notað meðfylgjandi staðlað eyðublað en það er ekki skylda:

(fylltu út og sendu seljanda þessa yfirlýsingu ef þú óskar eftir að falla frá samningnum)

Til Abnormal Ventures ehf, Sílatjörn 15, 800 Selfoss. info@hermosa.is:
Ég/Við (*) tilkynni/tilkynnum (*) hér með að ég/við (*) óska/óskum (*) eftir að falla frá samningi mínum/okkar (*) um sölu á eftirfarandi vöru (*)/um veitingu eftirfarandi þjónustu (*)

(Pöntunarnúmer) sem voru mótteknar (dagsetning)

(Nafn neytanda/neytenda)
(Heimilisfang neytanda/neytenda)
(Undirritun neytanda/neytenda (einungis ef þetta eyðublað er á pappírsformi))
(Dagsetning)

(*) Eyðið eftir því sem við á

Vakin er athygli á því að samkvæmt 18.gr. IV. kafla laga nr. 16/2016 áskiljum við okkur að endurgreiða ekki vörur þar sem innsigli hefur verið rofið eftir afhendingu vegna hreinlætisástæðna.
Ekkert mál er að skila/skipta vörum sem enn eru í upprunalegum umbúðum og innsigli hefur ekki verið rofið. 


Við skil á vöru er miðað við upprunalegt verð vörunnar.
Ef kaupandi vill ekki skipta vörunni fyrir aðra vöru hefur neytandi rétt á að fá annað hvort endurgreiðslu á sama máta og greitt var fyrir vöruna (t.d. millifærsla, endurgreiðsla á kreditkort) eða inneignarnótu, eftir því hvort kaupandi kýs heldur, innan 14 daga eftir að varan er móttekin af seljanda eða seljanda hefur borist sönnun fyrir endursendingu vörunnar, hvort sem kemur á undan.(Inneignarnótan er í formi kóða sem er notaður hér á síðunni þegar verslað er og gildir í tvö ár frá útgáfudegi).

Kaupanda ber að endursenda vöruna eða afhenda vöruna til seljanda, án ástæðulausrar tafar og eigi síðar en 14 dögum eftir daginn sem kaupandi tilkynnir seljanda ákvörðun sína um að falla frá vörukaupunum. 
Skilafrestur telst virtur ef vara er sannanlega endursend fyrir lok 14 daga tímabilsins. Kaupandi ber beinan kostnað af endursendingu vörunnar nema vara hafi verið pöntuð í gegn um Dropp og sé endursend með Dropp (sjá leiðbeiningar hér að neðan).

Leiðbeiningar vegna endursendingar vöru í gegn um Dropp: https://dropp.is/voruskil

1. Velur "skila vöru frá annarri verslun en Boozt"
2. Velur "Gorilla vöruhús" í nafn verslunar
3. Fyllir út upplýsingar sem beðið er um
4. Kemur vörunni á næstu Dropp stöð og þeir koma henni til okkar.
Þegar varan er komin til okkar göngum við frá endurgreiðslu uppfylli hún skilyrði sem fram koma ofar í þessum skilmálum (vegna hreinlætissjónarmiða þarf vara að vera ónotuð, óopnuð í innsigluðum umbúðum).

 

Gölluð vara  

Sé vara gölluð er viðskiptavini boðin ný vara í staðinn sér að kostnaðarlausu eða endurgreitt sé þess krafist. Að öðru leiti vísast til laga um húsgöngu og fjarsölusamninga nr. 46/2000 og laga um neytendakaup. 

 

Trúnaður (öryggisskilmálar)  

Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar upplýsingar sem hann gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki undir neinum kringumstæðum seldar til þriðja aðila.  

Um allar persónuupplýsingar verður farið samkvæmt lögum nr. 90/2018 um persónuvernd.

Privacy policy All personal information will be strictly confidential and will not be sold to a third party. 

 

Ágreiningsmál 

Rísi ágreiningsmál milli kaupenda og seljanda um atriði varðandi kaup eða ofangreinda skilmála geta kaupendur haft samband við:

Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa (www.kvth.is)
Borgartúni 29, 105 Reykjavík 

Abnormal Ventures leitast eftir að hafa skilmála sína í samræmi við íslensk lög og allar ábendingar eða athugasemdir varðandi skilmála má senda á info@hermosa.is.

×
Welcome Newcomer