Hermosa býður upp á heimakynningu fyrir partýið þitt. Hvort sem það er gæsun, steggjun eða vinakvöld. Við mætum á staðinn með vinsælustu tækin okkar og eftir kynninguna geta allir sem vilja verslað sér vörur og fá 5% afslátt. Svona kynning hentar fyrir fimm til tuttugu manna hópa. Ef þú ert með stærri hóp hafðu þá endilega samband við okkur og við sérsníðum kynningu að þínum þörfum.

Það þarf ekki að undirbúa neitt fyrir kynninguna, við komum með allt  sem þarf. Kynningin tekur um það bil einn klukkutíma og eftir það gefst fólki tækifæri á að versla sér vörur.

Hægt er að panta kynningu með því að panta á heimakynning.is eða með því að hafa samband á info@hermosa.is

Fyrir hverja eru heimakynningar?

Heimakynningar eru fyrir alls konar hópa. Þær eru sérstaklega vinsælar í gæsaboðum/gæsun og verða sífellt vinsælli hjá strákahópum líka. Kynningar þurfa ekki að vera fyrir kynskipta hópa. Þær eru líka stórsniðugar fyrir vinahópa eða parapartý. Lágmarksfjöldi til að fá kynningu er fimm manns og hámarksfjöldi er tuttugu manns. Til að fá kynningu fyrir fjölmennari hóp er best að hafa samband við okkur og við sérsníðum kynningu að þínum þörfum.

Að kaupa vöru

Við mætum á staðinn með vinsælustu vörurnar og þið getið verslað ykkur unaðsvörur á 5% afslætti. Hægt er að borga með peningum, korti, netgíró eða leggja inn á okkur. Einnig er hægt að panta og greiða  ýmsar aðrar vörur úr vefverslun okkar en þær sem eru á kynningunni. Pantanir eru síðan sendar heim til ykkar næsta virka dag án aukakostnaðar. 

Hvenær þarf að bóka kynningu?

Best er að bóka um leið og þið eruð búin að ákveða tímasetningu því þá eru mestar líkur á því að við séum laus. En það er líka hægt að bóka með eins dags fyrirvara ef það er laust hjá okkur. 

Við stefnum á að gera kvöldið ykkar enn skemmtilegra með léttri og skemmtilegri kynningu á spennandi unaðsvörum af ýmsu tagi sem þið fáið að skoða og kynnast betur.

×
Welcome Newcomer