Eru karlar ekki með G-blett?

eftir Kristín Björg Hrólfsdóttir á February 11, 2019

                            Unaður er okkar fag

Við erum sérfræðingar í kynlífstækjum og rekstri. Þannig bjóðum við þér bestu kynlífstækin á besta verðinu.

Kynnæm svæði karlmansins

 

Flestir hafa heyrt talað um G-blettinn og vita sitthvað um hann. Færri hafa þó heyrt talað um p-blettinn og önnur kynnæm svæði karlanna. Það eru nokkur svæði á karlmannslíkamanum sem eru næmari en önnur og geta hjálpað þér að njóta kynlífsins til hins ýtrasta. Það að þekkja sinn eigin líkama er mikilvægt til að geta leiðbeint öðrum. Hér eru nokkur kynnæm svæði sem þú getur leikið þér með og kannað til að gera fullnæginguna en kröftugri. 

 

P-bletturinn 

P-bletturinn er mjög næmt svæði hjá körlum enn „p“ stendur fyrir prostate sem er blöðruhálskirtill. Hann er fullur af taugaendum og því mjög næmur og er honum oft líkt við G-blettinn hjá konum. Besta leiðin til þess að finna hann og örva er með fingrinum. Hann er um það bil 6 cm inn í endaþarminum í áttina að maganum. Hann er stinnur og margir segja að hann líkist valhnetu í lögun og stærð. Það eru til allskonar leikföng til þess að örva p-blettinn eins og til dæmis ROCKS OFF - O-BOY anal plug, en hann er með fullkominni sveigju til þess að ná til blettsins auk titrings.Þeir sem eru ekki tilbúnir að nota fingurinn eða anal plug geta byrjað á því að prufa að örva p-blettinn óbeint með því að nudda svæðið á milli endaþarmsops og pungsins. Margir segja að fullnæging með örvun á p-blettinum endist lengur og sé kröftugri en sú sem karlar fá með örvun á typpinu. Það getur einnig verið einstaklega gott að örva bæði svæðin í einu. 

 

Miðlínan á pungnum (The scrotal Raphe)

Er annað svæði sem ekki hefur fengið mikla athygli í gegnum tíðina en er mjög næmt hjá körlum. Þú getur prufað að byrja með fingurinn neðst á pungnum og strjúka alla leið upp að typpinu. Mörgum finnst gott að örva þetta svæði á sama tíma og þeir njóta munnmaka. Pungurinn sjálfur er einnig mjög næmur fyrir snertingum og léttu sogi og er frábær staður til þess að leika sér að í forleiknum.

 

F-bletturinn 

F-bletturinn er rétt eins og p-bletturinn mjög kynnæmt svæði þar sem mikið er af taugaendum. F-blettinn er að finna á milli skaftsins á typpinu og kóngsins. Þar er þunn húð sem er mjög næm fyrir örvun. Þú getur prufað þig áfram með því að nudda svæðið eða fengið maka þinn til þess að nudda og sleikja. Þetta svæði hefur ekki fengið mikla umfjöllun en þegar þú prufar og finnur rétta taktinn við að örva þetta svæði munt þú ekki sjá eftir því. 

×
Welcome Newcomer