Fjórir spennandi leikir til að krydda upp í kynlífinu

eftir Kristín Björg Hrólfsdóttir á January 04, 2019

Gott kynlíf er mikilvægur hluti af góðu samband. Það skapar meiri nánd ásamt því að minnka stress og auka hamingju. Kynlíf getur oft setið á hakanum hjá pörum þegar það er mikið að gera, einnig er það ekki óalgengt að festast í sama farinu og gera alltaf það sama. Þá er tilvalið að krydda upp á kynlífið með spennandi leikjum. Þessir fimm leikir hér að neðan eru frábærir til þess að prufa eitthvað nýtt og spennandi með makanum. 

Þögnin

Þessi leikur kostar ekki neitt en er samt sem áður mjög skemmtilegur og krefjandi. Leikurinn snýst um að reyna láta makan gefa frá sér hljóð á meðan þið stundið kynlíf. Áður en þið byrjið ákveðið þið hver refsingin verður fyrir þann sem gefur fyrstu stununa frá sér. Ein hugmynd af refsingu er að aðilinn sem tapar gerir allt sem makinn biður um næstu 24 tímana. Það sem gerir þennan leik sérlega spennandi er að þið munið bæði reyna ykkar besta til þess að láta maka ykkar stynja. Leikið ykkur að hvort öðru þangað til þið getið ekki þagað lengur. Þessi leikur er tilvalinn til þess að nota ykkar uppáhalds kynlífstæki til þess að örva makann ykkar enn meira.

Handjárn og augngríma

Það getur verið gaman að prufa sig áfram með því að setja handjárn og augngrímu á makann. Það er æsandi að treysta makanum til þess að taka stjórnina og sjá ekki hvað hann er að gera. Þegar við sjáum ekki notum við hin skilningarvitin meira. Við finnum betur fyrir snertingum makans þegar hann kyssir okkur á óvænta staði eða strýkur hendinni niður líkamann. Það getur verið mjög örvandi að bíða eftir næstu snertingu frá félaganum og enn meira spennandi að geta ekki notað hendur sínar. 

Leikurinn í eldhúsinu

Þetta er einfaldur en heitur leikur sem hægt að nota sem forleik. Þú byrjar á því að láta makann þinn setjast við eldhúsborðið með hendurnar á borðinu þannig að lófarnir snúa niður. Settu svo einn smápening á hvora hönd hans og gerðu veðmál við hann um að þú getir á innan við 10 mín tælt hann til þess að hreyfa hendurnar. Það er hægt að gera margar útgáfur af leiknum. Hægt er að hafa makann í fötum eða án fata. Til þess að hafa meiri aðgang að þeim sem situr er hægt að láta hann hafa hendurnar á lærunum og vera út á miðju gólfi. Hægt er að nota snertingar eða aðeins orð og fækka fötum. Látið hugmyndaflugið ráða ferðinni til þess að fá maka ykkar til þess að standast ekki freistinguna og nota hendurnar sínar á ykkur.

Tímatakarinn

Einfaldur en góður leikur til þess að njóta forleiksins betur. Finnið ykkur timer (t.d. síminn), stillið 2 mínútur og annað hvort ykkar byrjar á því að leika við hinn og svo þegar tíminn er búin skiptið þið. Í fyrstu umferð má aðeins nota hendur og kossa en í umferð tvo má byrja nota munninn eða aðrar unaðsvörur. Hægt er að leika sér með hversu margar umferðir eru og hvað má gera í hverri umferð fyrir sig. 

Ef ykkur langar til þess að krydda en meira upp á kynlífið er tilvalið að fá sér litla hjarta boxið. Það inniheldur 21 kynörvandi ævintýri sem að snúa venjulegu kvöldi upp í spennu og unað. Þá er tilvalið að ákveða að draga miða nokkru sinnum í viku til þess að skapa nýjar og skemmtilegar stundir með makanum.

 

 

×
Welcome Newcomer