Fyrsta kynlífstækið fyrir hana?

eftir Kristín Björg Hrólfsdóttir á May 03, 2020

Að kaupa fyrsta kynlífstækið getur verið spennandi en að sama skapi getur verið erfitt að vita hvað hentar þér í öllu því úrvali sem hægt er að velja úr. Á ég að fá mér egg, dildo eða kanínutitrara? Hvað er eiginlega þetta „sogtæki“?

Það sem við hjá Hermosa höfum lært er að það fyrsta sem kemur upp í hugan á þeim sem að eru að kaupa sitt fyrsta kynlífstæki er hinn klassíski dildó, titrari sem að fer inn í leggöngin eins og typpi og titrar. En það er svo miklu meira til sem að getur hjálpað þér að fá það, enda eru margar konur sem að ekki geta fengið það með samförum (sem dildó líkir eftir) heldur þurfa líka örvun á snípinn.

Hér að neðan förum við yfir nokkrar týpur af tækjum sem geta hentað sem fyrsta tæki með tilliti til verðs, útlits og gæða. Fyrsta tækið ætti ekki að kosta of mikið heldur væri ráðlagt að prófa mismunandi týpur frekar en að kaupa eitt dýrt áður en þú veist hvað hentar þér og þú vilt „líklega“ ekki að  þau líti trillingslega út sem verður til þess að þú munt horfa á það illum augum án þess að þora að prófa.

 

Titrari/Dildo

Titrari er eins og áður segir eitt það fyrsta sem kemur upp í hugann á þeim sem að eru að kaupa sitt fyrsta kynlífstæki. Ef að þú hefur ákveðið að fá þér einn slíkan sem fyrsta kynlífstæki þá er úr mörgum mismunandi gerðum og stærðum að velja. Þessir stóru geta verið full ógnvekjandi sem fyrsta tæki, og því eru til litlir titrar eins og Happy Rabbit Slime Line

Þegar þú hefur ákveðið þig hvort að venjulega stærðin á dildóum sé góð fyrir þig eða þú viljir minni útgáfu til að byrja með þarftu að íhuga hvort þú viljir örvun á snípinn líka, en þar koma kanínutitrar sterkir inn. Þeir eru oftast með tveimur mótorum, einum fyrir þann hluta sem að fer inn í þig og öðrum sem lætur kanínueyrun örva snípinn

Ég mæli með:

Sogtæki

Það er ekki að ástæðulausu að sogtæki eru orðin ein vinsælustu tækin á markaðnum í dag. Þau fókusa á snípinn í stað leggangana og veita unað sem aldrei fyrr. Tæknin er mismunandi, en bylgjur eða „sog“ örva snípinn á hátt sem að erfitt er að ímynda sér áður en þú prófar. Konur sem keypt hafa þessi tæki af okkur án þess að hafað vitað hvað þetta væri hafa komið til okkar og talað þetta mikið upp. Hægt er að fá mis kraftmikil sogtæki og eins bjóða sum tækin uppá titring með, svona ef að þú ert ekki alveg að trúa þessu með sogið og vilt hafa möguleika á titring á snípinn.

Ég mæli með:

 Unaðsvörur sogtæki

Egg

Fjarstýrð egg, egg sem titra eftir tónlist, egg sem hægt er að setja í leggöngin eða einföld egg. Það eru margir möguleikar, en við skulum halda okkur við einfaldleikan þar sem við erum að tala um þitt fyrsta egg. Egg eru til þess gerð að örva snípinn með titring, unaðsvörur sem að hafa lengi verið til í öllum stærðum, gerðum og verðum.

Ég mæli með

×
Welcome Newcomer