Fyrsta kynlífstækið fyrir pör

eftir Kristín Björg Hrólfsdóttir á May 17, 2020

Að kaupa fyrsta kynlífstækið getur verið spennandi en að sama skapi getur verið erfitt að vita hvað hentar ykkur. Það getur verið spennandi og gaman að prufa sig áfram með kynlífstæki með félaga hvort sem þú hefur notað tæki sjálf/sjálfur áður.

Það þarf ekki heldur ekkert að vera tæki til þess að lífga upp á kynlífið. Góð einföld nuddolía getur gert heilmikið fyrir neistann á milli ykkar. Einnig getur verið tilvalið að prufa ýmsa leiki með félaga þínum og höfum við hjá hermosa.is skrifað upp nokkra af okkar uppáhalds leikjum hér.

Hér að neðan förum við yfir nokkrar týpur af tækjum sem geta hentað vel fyrir pör sem eru að stíga sín fyrstu skref saman í kynlífstækjaheiminum.

 

Nuddoílur og tæki

Það getur verið mjög örvandi fyrir báða aðila að nudda hvort annað. Þá er mikilvægt að vera með góða olíu sem ertir ekki húðina og ekki sakar að hafa góða lykt. Til eru mismunandi ilmolíur bæði örvandi og róandi allt eftir því sem þið þurfið á að halda. Einnig eru til svokölluð nudd kerti en þau eru þannig að þú kveikir á þeim rétt áður en þið byrjið að nudda hvort annað því vaxið frá kertinu er notað sem nuddolía, en kertið er þannig hannað að vaxið verður ekki of heitt.

Það er líka sniðugt að bæta við í leikinn léttum fjöðrum til þess að strjúka yfir líkaman og leifa makanum að finna fyrir þeim kitla og örva. Við hjá hermosa.is erum mjög hrifin af nuddhausum sem gerir nuddið en dýpra og auðveldara fyrir nuddarann.

Ég mæli með:

Egg

Fjarstýrð egg, egg sem titra eftir tónlist, egg sem hægt er að setja í leggöngin eða einföld egg. Það eru margir möguleikar, en við skulum halda okkur við einfaldleikan þar sem við erum að tala um ykkar fyrsta egg. Egg eru til þess gerð að örva snípinn með titring, unaðsvörur sem að hafa lengi verið til í öllum stærðum, gerðum og verðum. Egg er frábær til þess að nota í forleikinn eða á meðan kynlífi stendur því þau eru oftast nett og auðvelt era ð nota þau til þess að örva snípinn á meðan kynlífi stendur.

Ég mæli með

 

Typpahringir

Það eru til nokkr­ar teg­und­ir af typpahringjum sem hafa notið mik­illa vin­sælda hjá pör­um. Typpahringir eru hugsaðir til að halda betri stinn­ingu fyr­ir karl­menn og dýpka full­næg­ing­una þeirra. Að auki titra þeir og veita frá­bæra örvun fyr­ir sníp­inn. Það sem er svo frábært við typparhingi er að þeir veita báðum aðilum örvun á meðan kynlífi stendur. Einnig er hægt að nota typpahringinn sem egg í forleiknum eða á meðan þið stundið kynlíf.

Ég mæli með:Parnter paratæki

Satisfyer hefur gefið út fallega línu sem kallast Partner sem inniheldur paratæki. Vinsælasta tækið úr Partner línunni er án efa Partner plus. En Partner plus er frábært fjölnota tæki sem er hugsað fyrst og fremst sem örvun fyrir snípinn á meðan kynlífi stendur. En annar endinn á því er inn í leggöngunum með örvandi titring á meðan miðjan á tækinu leikur við snípinn. Einnig er frábært að nota það sem egg í forleikinn. Nýjasta tækið í Partner línunni er svo multifun 3 en það er skemmtilegt paratæki sem hægt er að nota á 32 vegu og jafnvel fleiri ef þú hefur gott ímundunarafl.

Ég mæli með:

Vinsælasta paratækið okkar í nokkur ár í röð: Partner plus
Fjölhæft og skemmtileg tilbreyting: Multifun 3 

×
Welcome Newcomer