Grindarbotnskúlur, hvað og hvernig?

eftir Kristín Björg Hrólfsdóttir á November 05, 2018

Kynlífstæki, hjálpartæki ástarlífsins og unaðsvörur eru allt eitthvað sem að flestir vita hvað er og til hvers það er. En hvað eru grindabotnskúlur eða kegel Balls eins og það kallast á ensku? Er það kynlífstæki eða æfingartæki?

Til hvers eru Grindarbotnskúlur?

Grindarbotnskúlur hafa verið notaðar í tugi ára til þess að styrkja grindarbotnsvöðvana. Þessar litlu kúlur koma í mismunandi lögun og stærðum en allar eiga þær það sameiginlegt að styrkja grindarbotnsvöðvana.

En grindarbotnskúlur gera þó miklu meira en að koma grindarbotnsvöðvunum í form. Þær eru þekktar fyrir að auka kynferðislega ánægju og eru þar af leiðandi oft kallaðar Venus balls, orgasm balls, love balls og pleasure balls. Kúlur sem þessar hafa notið aukinna vinsælda og eru jafnvel orðnar söluhæstu vörurnar hjá sumum kynlífstækjaframleiðendum þökk sé Broad City og 50 Shades.

Fyrir hvern?

Grindarbotnskúlur eru fyrir alla þá sem að vilja styrkja grindarbotnsvöðvana og auka kynferðislega ánægju, hvort sem að það er með maka, með kynlífstækjum eða hendinni einni saman.

Það þarf þó að hafa í huga að þetta eru æfingartæki og skal meðhöndla sem slíkt. Alveg eins og þú getur fengið harðsperrur eða rifið vöðva á því að lyfta lóðum þá getur það sama gerst með slíkar kúlur ef að þú byrjar of geist.

Einnig er mælt með að leita ráða hjá lækni áður en að byrjað er á æfingunum ef að:

  • Þú ert með verki í grindarbotninum
  • Ert ólétt eða að jafna þig eftir barnsburð
  • Ert að jafna þig á skurðaðgerð vegna kvennsjúkdóma

Að byrja


Eins og kom fram áður þá eru grindarbotnskúlur æfingartæki og reyna á vöðvana. Því þarf að byrja rólega og ekki með of þungar kúlur. Við mælum til dæmis ekki með því að byrja á Fifty Shades of Grey Metal Ben Wa Balls kúlunum þar sem þær eru fyrir lengra komna. En eins og með önnur lóð þá munt þú verða tilbúin í slíkar kúlur fljótt með reglulegum æfingum. Satisfyer kúlurnar koma til dæmis þrjár saman í mismunandi þyngdum þannig að hægt er að byrja rólega og þyngja eftir þörfum.

Áður en að þú byrjar ættir þú að:

  1. Þrífa hendurnar
  2. Þrífa kúlurnar með heitu vatni og sápu
  3. Setja vatnsleysanlegt (water based) sleipiefni á kúlurnar svo að það sé auðvelt að setja þær inn í leggöngin.

Eftir að þú ert búin að setja nóg sleipiefni þá skaltu:

  1. Leggjast niður í þægilegri stellingu
  2. Rólega setja fyrstu kúluna inn, ef það er strengur á milli kúlanna skaltu setja hann inn og síðan næstu kúlu ef þetta eru tvær kúlur.
  3. Ýttu kúlunum eins langt inn og þér finnst þægilegt. Passaðu að strengurinn sem að kemur úr kúlunum hangi út til þess að einfalt sé að taka kúlurnar út
  4. Spenntu grindarbotnsvöðvan til þess að halda kúlunum á sínum stað og njóttu dagsins

Kúlurnar eiga að vera vel inni í leggöngunum. Ef að þér finnst kúlurnar vera að detta út eða að þú sérð í kúluna skaltu ýta henni betur inn.

Ókei þær eru komnar inn, hvað svo?

Það fer eftir því af hverju þú ert að nota kúlurnar. Ef markmiðið er að styrkja grindarbotninn skaltu gera æfingar eins og að kreista þær. Ef að þú ert að nota þær til ánægju skaltu einbeita þér minna að æfingum og meira að því sem veitir þér unað.

Fyrir grindarbotnsæfingar:

  1. Leggstu á bakið og settu kúlurnar inn. Mundu að hafa þær vel smurðar með sleipiefni
  2. Spenntu grindarbotnsvöðvan til þess að lyfta og þrýsta á kúlurnar
  3. Gerðu þessa æfingu 5 sinnum til þess að klára eitt sett

Ekki er mælt með meira en 3 settum sama daginn til að byrja með.

Einnig er góð æfing að setja kúlurnar inn og vera með þær yfir daginn. Hægt er að vera með þær þegar þú ert heima að elda, úti í búð, í göngutúr, í vinnunni eða við önnur dagleg störf. Gott er að byrja á því að vera með þær í stuttan tíma og auka hann svo með tímanum. Ekki er þó mælt með því að vera með kúlurnar í meira en 6 tíma í senn.

 

 

Fyrir sjálfsfróun

Ef að þú ert í meira stuði til þess að njóta þá er um að gera að prófa mismunandi leiðir. Grindarbotnskúlur eru vanalega ekki notaðar sem venjulegt kynlífstæki. Þó svo að hægt sé að færa þær inn og út er líklegt að þér muni finnast betra að hafa þær inni. Þær munu auka tilfinninguna á öllu sem að þú gerir, hvort sem að það er að örva snípinn eða önnur viðkvæm svæði.

Ef að þig vantar hugmyndir um hvernig þú getur bætt grindarbotnskúlum í einkaleikinn þá getur þú prófað þessar

  • Á meðan þú liggur á rúminu, settu kúlurnar inn og byrjaðu að kreista þær. Þegar þú ferð að æsast skaltu byrja að snerta þig á þínum uppáhalds stöðum
  • Settu kúlurnar inn í þig og náðu í uppáhalds titraran þinn. Á meðan þú kreistir kúlurnar, nuddaðu titraranum á…..æ þið vitið restina

Með makanum

Ef að þú vilt auka næmni fyrir kynlíf þá geta grindarbotnskúlurnar hjálpað þér og makanum að hita upp. Þú getur sett þær inn áður en að þið farið út á stefnumót eða sett þær inn sem hluti af forleiknum. Því lengur sem að kúlurnar eru inni, því næmari verður þú þegar kemur að aðalréttinum.

Þegar þú ert orðin vön að nota kúlurnar ein þá er hægt að breyta til með því að hafa þær inni þegar að makinn fer inn í þig. Typpið eða dildóinn hreyfa kúlurnar til sem að gefur frábæra tilfinningu. Hæg og stöðug hreyfing minkar líkur á óþægindum.

Grindarbotnskúlur geta einnig gert anal kynlíf betra. Ef að þú hefur kúlurnar inni í leggöngunum á sama tíma getur typpið þrýst á kúlurnar þannig að þær snerti G blettinn á þér. Aldrei setja kúlurnar sjálfar í rassinn. Þær eru ekki gerðir til þess, gætu leitt til óþæginda og það eru meiri líkur á því að þær festist þar. Það yrði vandræðaleg ferð á sjúkrahúsið. Ef að þú vilt setja slíkar kúlur í rassinn þá eru til sérstaklega gerðar kúlur fyrir það.

Að taka kúlurnar út

Ef að kúlurnar sem að þú notar eru með streng til þess að taka þær út skaltu:

  1. Leggjast niður í þægilega stöðu
  2. Setja meira sleipiefni við leggöngin
  3. Taka rólega í strenginn þar til að kúlurnar eru komnar út

Ef að kúlurnar eru ekki með streng skaltu:

  1. Standa með lappirnar í sundur, um það bil axlabreidd
  2. Beygja hnén eins og þú sért að gera létta hnébeygju
  3. Kreistu grindarbotnsvöðvana til þess að ná þeim út eins og þú myndir gera með önnur leiktæki eða túrtappa

Ef að kúlur sem ekki eru með streng koma ekki strax út skaltu halda ró þinni. Prófaðu að hósta og setja meira sleipiefni. Þú getur einnig hóstað, hreyft þig og jafnvel hoppað til þess að hjálpa vöðvunum að sleppa.

Að þrífa kúlurnar

Það er nauðsynlegt að gæta fyllsta hreinlætis bæði fyrir og eftir notkun. Ef að grindarbotnskúlurnar eru ekki geymdar hreinar geta bakteríur byrjað að myndast eins og á öðrum kynlífstækjum.

Eftir að þú tekur kúlurnar út ættir þú að:

  1. Setja þær undir heitt vatn
  2. Þrífa þær vel með sápu
  3. Skola þær vel með vatni
  4. Þurrka þær með handklæði. Það er gott að láta þær þorna alveg áður en að gengið er frá þeim
  5. Þegar þær eru orðnar þurrar skaltu setja þær í sér box


Er hættulegt að nota grindarbotnskúlur

Þó svo að grindarbotnskúlur séu vanalega taldar mjög öruggar þá eru nokkur atriði sem að þarf að hafa í huga. Þú ættir ekki að kreista í meira en 5 sekúndur í senn og láta líða í það minnsta 5 sekúndur á milli. Þú ættir aldrei að hafa kúlurnar meira en 6 klukkustundir inni í þér til þess að koma í veg fyrir ofálag á grindarbotnsvöðvana og passa þarf upp á hreinlæti.

Ef að þú tekur eftir óeðlilegum breytingum skaltu hætta notkun og leita læknis.

Að velja réttu kúlurnar

Ef að þú hefur ekki notað grindarbotnskúlur áður skaltu byrja með léttar kúlur með streng sem hjálpar þér að taka þær út.

Þegar þú ert orðin vön þá getur þú byrjað að prófa þig áfram með stærri og þyngri kúlur. Sum sett innihalda t.d. þrjár mismunandi stærðir  og er því hentugt fyrir byrjendur, önnur sett eins Fifty Shades of Grey geta verið næsta skref enda töluvert þyngri. Einnig má finna kúlur sem að koma með appi sem að kemur með æfingarplön, mælir árangur og meira ekki ósvipað FitBit. Sjá allar grindarbotnskúlurnar hér

 

 

×
Welcome Newcomer