Hvernig er best að þrífa kynlífstækin?

eftir Kristín Björg Hrólfsdóttir á November 24, 2018

Til þess að kynlífstækin endist vel er nauðsynlegt að þrífa þau rétt. Kynlífstæki eru notuð á viðkvæma staði á líkamanum þannig að ef þú vilt ekki fá leiðinlegar sýkingar er mikilvægt að hafa tækin hrein. En hvernig er best að þrífa þau?

Til að byrja með er best að lesa leiðbeiningarnar sem fylgja þeim. Kynlífstæki eru mörg og misjöfn en öll eiga þau það sameiginlegt að það þarf að þrífa þau eftir hverja notkun. Ég veit að það er kannski ekki efst á óskalistanum þegar þú ert búin að stunda kynlíf eða sjálfsfróun að fara þrífa tækið þitt. Taktu þér þá bara nokkrar mínútur, slakaðu á og þrífðu það eftir smá stund eða jafnvel daginn eftir.

Flest kynlífstækin sem Hermosa.is selur eru gerð úr hágæða sílíkoni sem þola milda sápu og volgt vatn. Tilvalið er að nota System Jo hreinsifroðuna til þess að þrífa leikföngin þar sem það má nota hana á öll leikföng og hún drepur bakteríur án þess að nota sterk efni.

Þegar þú ert búin að þrífa leikfangið þitt er mikilvægt að setja það á hreinan stað þar sem það mun ekki safna ryki og bakteríum. Flest vönduð tæki koma með geymslupoka sem er tilvalið að nota og ef þú átt nokkur tæki er tilvalið að finna box þar sem hægt er að koma þeim öllum fyrir.

Vönduð leikföng úr sílíkoni geta enst í mörg ár ef það er hugsað rétt um þau. En það sem margir gleyma er að það skiptir máli hvernig sleipiefni eru notuð. Best er að nota vatnsleysanleg sleipiefni eins og System Jo sleypiefnið sem öll kynlífsleikföng þola þau. Ef notað er sleipiefni sem inniheldur olíu eyðist sílíkon húðin á leikföngunum upp. Olíu og sílíkon sleipiefni eru frábær sleipiefni ein og sér, sérstaklega ef það á að leika sér í sturtunni en ekki jafn hentug með smokkum og leikföngum.

 

 

×
Welcome Newcomer