Vinsælustu vörurnar 2019

eftir Kristín Björg Hrólfsdóttir á January 21, 2020
Árið 2019 var skemmtilegt ár hjá Hermosa. Það var fyrsta heila starfsárið okkar og erum við nú búin að vera starfandi í eitt og hálft ár. Það skein vel í gegn á vinsældarlistanum okkar hvaða vörumerki hafa algjörlega slegið í gegn hjá okkur. Á toppnum trónir Zalo með tvær frábærar vörur, síðan kemur sleipi- og hreinsiefni frá System Jo. Restin af listanum er svo allt satisfyer vörur. Við tókum við umboðinu fyrir Zalo á þessu ári og sjáum alls ekki eftir því þar sem Zalo vörurnar hafa verið að fá frábærar umsagnir frá okkar viðskiptavinum.
Hér að neðan má sjá 10 vinsælustu tækin 2019
1. Zalo Queen Set
Queen Set er ekki bara hinn hefðbundni lúxus titrari því hægt er að breyta titraranum í sogtæki. Tækið er með forhitara fyrir aukinn unað og hægt er að tengja tækið við símann til að stjórna titringnum.
 
Umsögn frá viðskiptavini
“Henni líkaði tækið mjög vel, sagði það mun betra en gamla góða eggið."
2. Zalo Hero
Hero frá Zalo tekur fullnæginguna á næsta stig með byltingarkenndri PulseWave™ tækni. Hún gerir tungunni á tækinu mögulegt að hreyfast fram og til baka allt að 75 sinnum á sekúndu og má líkja við munnmök. Hero er einnig með mótor á hinum enda tækisins sem gerir það einnig að kraftmiklu eggi.
Umsögn frá viðskiptavini
 Frábær vara eins og að nota silki, svo mjúk og góð“
3. System Jo hreinsiefni
Það er greinilegt að viðskiptavinir okkar vita að það sé nauðsynlegt að hreinsa tækin vel því það eykur endingu tækjanna, System Jo H20 hreinsifroðan er lyktarlausu og drepur bakteríur án þess að nota sterk efni. 
Umsögn frá viðskiptavini
 Óaðfinnanlegt nafnlaust og mjög þægilegt pöntunarferli. Og vörurnar mjög góðar 5 stjörnur!”
4. System Jo sleipiefni
Sleipiefni er nauðsynlegt í leik með kynlífstækjum og gerir allt blautara og skemmtilegra. H20 sleipiefnið má nota með öllum kynlífstækjum, það er lyktarlaust, bragðlaust og auðvelt að þrífa af tækjum.
Umsögn frá viðskiptavini
 Stóðst allar væntingar og vel það.!”
 5. Partner plus fjarstýrt
Partner Plus er lang vinsælasta paratækið hjá okkur. Það virkar eins og olía á neistann á milli ykkar með örvun á bæði G-blettin og snípinn. Tækið er vatnshelt, virkar í flestum stellingum og veitir báðum aðilum unað.
Umsögn frá viðskiptavini
“ Varan vel hönnuð og hljóðlaus.
6. Satisfyer men heat
Lang vinsælasta karladótið okkar er án efa Heat múffan, hún er frábrugðin öðrum múffum frá Satisfyer að því leiti að hún er með hitastillingum sem gerir upplifunina mjög líka því að stunda kynlíf og þú getur valið mismunandi hitastig eftir því hvað þér finnst best. Til þess að gera hlutina enn betri er hún með 70 titrings stillingum til að koma þér alla leið.
Umsögn frá viðskiptavini
“ Frábært, einfalt og þétt tæki sem "fullnægði" klárlega mínum væntingum. Vel þróuð vara. Hnökralaus og nærgætin þjónusta á viðkvæmum vöruflokki.”
7. Satisfyer pro 2 
Ef þú hefur prufað sogtæki þá er ekki aftur snúið. Satisfyer pro2 vibration er vinsælasta sogtækið okkar, það sem gerir það svona magnað er að það er einnig með titring. Tækið veitir þér djúpa og kraftmikla örvun með léttu sogi og titring. Sogtæki eru það heitasta í dag og ekki að ástæðulausu. Satisfyer pro 3 er nýjasta útgáfan af þessu tæki og er enþá öflugra og fallegra en pro 2.
Umsögn frá viðskiptavini
 Þjónustan er tipptopp! Varan kom mjög svo á óvart, skemmtileg bæði í einleik og með makanum.”
8. Satisfyer pro traveler
Satisfyer Pro Traveler er lítið og nett sogtæki sem er fullkomið með í ferðalagið. Tækið er með loki svo það opnast ekki auðveldlega í ferðalaginu. Það er fallega hannað svo það er ekki augljóst að um sogtæki sé að ræða. Tækið er kraftmikið þó svo að það sé hljóðlát og nett sem gerir það að hinum fullkomna ferðafélaga.
Umsögn frá viðskiptavini
 Ég dýrka þetta tæki. Þjónustan er frábær og snögg. Mjög sátt við vörurnar og verðið hjá ykkur.”
9. Satisfyer Men
"Unbeatable orgasm" er lýsingin sem að klámmyndastjarnan Rocco Siffredi gefur Satisfyer Men múffunni. Hún er þröng og aðlagar sig að stærð typpisins. Satisfyer men er gerð úr cyberskin sem að minnir á alvöru kynlíf.
Umsögn frá viðskiptavini
“ Þetta er málið, Þetta er rudda tæki :)”
10. Satisfyer pro 3
Satisfyer Pro 3 er nýjasta útgáfan af hinu vinsæla sogtæki frá Satisfyer. Tækið er einstaklega fallegt og nett í hendi sem gerir það að hinum fullkomna félaga. Það er með sog og titring svo allir ættu að finna sína fullkomnu örvun til þess að ná hæstu hæðum.
Umsögn frá viðskiptavini
“ Konan (og ég) mjög ánægð og nú þegar búin að mæla með þessum við vinkonur.”
 
 
×
Welcome Newcomer