Sjálfsfróun kvenna

eftir Kristín Björg Hrólfsdóttir á June 18, 2019

                                

Unaður er okkar fag

Við erum sérfræðingar í kynlífstækjum og rekstri. Þannig bjóðum við þér bestu kynlífstækin á besta verðinu.

Sjálfsfróun er umræðuefni sem hefur verið í gegnum tíðina hálfgert feimnismál og þá sérstaklega hjá stelpum. Sjálfsfróun ætti alls ekki að vera það þar sem flestar konur stunda sjálfsfróun og er hún mjög heilsusamleg. En sem betur fer hefur umræðan verið meiri undanfarin ár um sjálfsfróun því það er eitthvað sem við ættum ekkert að vera feimnar að tala um.   


Sjálfsfróun getur hjálpað þér á ýmsa vegu til dæmis þekkja þær sem stunda sjálfsfróun sjálfa sig mun betur. Sjálfsfróun getur leitt til betra kynlífs með maka vegna þess að fólk sem þekkir eigin líkama vel getur betur leiðbeint kynlífsfélaga sínum og notið betra kynlífs. 


Það eru til margar mismunandi leiðir til þess að stunda sjálfsfróun og þarf hún ekki alltaf að enda með fullnægingu. Léttar snertingar og nudd á snípnum getur verið góð byrjun á sjálfsfróun. Snípurinn er mjög næmt svæði og margar konur fá fullnægingu með því að örva hann. Einnig getur verið gott að prufa sig áfram með því að setja fingur inn í leggöngin. En með réttri sveigju á fingrinum er hægt að örva g-blettinn. Sjá nánar um hann hér.  


Kynlífstæki eru frábær til að nota í sjálfsfróun og sleipiefni gerir hana en betri hvort sem þú notar tæki eða hendurnar. Vinsælustu tækin í dag er án efa sogtækin sem hafa slegið í gegn undanfarin ár en þau örva snípinn á svipaðan hátt og þegar þér er veitt munnmök.  Mörgum finnst líka gott að nota titrara sem ná til g-blettsins og jafnvel titrara sem örva g-blettinn og snípinn á sama tíma eins og kanínutitrarar gera.Það getur verið gaman að breyta til og nota kynlífstæki til að hjálpa sér að komast á leiðarenda. En það getur líka verið gaman að gera það öðruvísi eins og að örva aðra staði eins og geirvörturnar því þær eru mjög næmar. Það er einnig tilvalið að prufa sig áfram með mismunandi stellingar, þegar þú ert að fróa þér þarftu ekki endilega að liggja á bakinu. Það getur verið mjög æsandi að prufa aðrar stöður eins og doggy, sitjandi eða jafnvel í sturtu/baði. Það eru óteljandi möguleikar í boði, það er bara byrja prufa sig áfram og leika sér.  

×
Welcome Newcomer