Karfan er tóm
Kaupandi hefur rétt til að skila vöru innan 14 daga frá því að kaupandi eða annar einstaklingur sem kaupandi hefur tilgreint (annar en flutningsaðilinn) hefur fengið vöruna í sína vörslu.
Til að nýta rétt þinn til að skila vörunni/vörunum sem þú keyptir þarft þú að tilkynna okkur
Abnormal Ventures ehf (Hermosa)
Sílatjörn 15, 800 Selfossi
info@hermosa.is
ákvörðun þína um að falla frá kaupunum með ótvíræðri yfirlýsingu (t.d. með tölvupósti) áður en fresturinn rennur út. Einnig má notað meðfylgjandi staðlað eyðublað en það er ekki skylda:
(fylltu út og sendu seljanda þessa yfirlýsingu ef þú óskar eftir að falla frá samningnum)
‒ | Til Abnormal Ventures ehf, Sílatjörn 15, 800 Selfoss. info@hermosa.is: |
‒ | Ég/Við (*) tilkynni/tilkynnum (*) hér með að ég/við (*) óska/óskum (*) eftir að falla frá samningi mínum/okkar (*) um sölu á eftirfarandi vöru (*)/um veitingu eftirfarandi þjónustu (*) |
‒ |
(Pöntunarnúmer) sem voru mótteknar (dagsetning) |
‒ | (Nafn neytanda/neytenda) |
‒ | (Heimilisfang neytanda/neytenda) |
‒ | (Undirritun neytanda/neytenda (einungis ef þetta eyðublað er á pappírsformi)) |
‒ | (Dagsetning) |
(*) Eyðið eftir því sem við á
Vakin er athygli á því að samkvæmt 18.gr. IV. kafla laga nr. 16/2016 áskiljum við okkur að endurgreiða ekki vörur þar sem umbúðir hafa verið opnaðar/innsigli hefur verið rofið eftir afhendingu vegna hreinlætisástæðna.
Ekkert mál er að skila/skipta vörum sem enn eru í upprunalegum umbúðum og innsigli hefur ekki verið rofið.
Við skil á vöru er miðað við upprunalegt verð vörunnar.
Ef kaupandi vill ekki skipta vörunni fyrir aðra vöru hefur neytandi rétt á að fá annað hvort endurgreiðslu á sama máta og greitt var fyrir vöruna (t.d. millifærsla, endurgreiðsla á kreditkort) eða inneignarnótu, eftir því hvort kaupandi kýs heldur, innan 14 daga eftir að varan er móttekin af seljanda eða seljanda hefur borist sönnun fyrir endursendingu vörunnar, hvort sem kemur á undan.(Inneignarnótan er í formi kóða sem er notaður hér á síðunni þegar verslað er og gildir í tvö ár frá útgáfudegi).
Kaupanda ber að endursenda vöruna eða afhenda vöruna til seljanda, án ástæðulausrar tafar og eigi síðar en 14 dögum eftir daginn sem kaupandi tilkynnir seljanda ákvörðun sína um að falla frá vörukaupunum.
Skilafrestur telst virtur ef vara er sannanlega endursend fyrir lok 14 daga tímabilsins. Kaupandi ber beinan kostnað af endursendingu vörunnar nema vara hafi verið pöntuð í gegn um Dropp og sé endursend með Dropp (sjá leiðbeiningar hér að neðan).
Leiðbeiningar vegna endursendingar vöru í gegn um Dropp: https://dropp.is/voruskil